ÍBV sigraði Turda með þriggja marka mun í fyrri viðureign liðanna

21.04.2018
 ÍBV sigraði rúmenska liðið Turda með þriggja marka mun í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu sem fram fór í dag, lokatölur 31:28.   Eyjamenn náðu yfirhöndinni snemma leiks en náðu þó aldrei almennilega að hrista rúmenska liðið af sér en munurinn fór mest í fjögur mörk.   Theodór Sigurbjörnsson var atkvæðamestur í liði ÍBV með 13 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði tíu skot í markinu.   Myndir - Óskar Pétur Friðriksson