Stórt tap í fyrsta leik Eyjamanna í Pepsi-deildinni

28.04.2018
 Tímabilið byrjar ekki vel fyrir karlalið ÍBV í knattspyrnu en liðið tapaði með þriggja marka mun fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í dag, lokastaða 4:1.   Sveinn Aron Guðjohnsen kom heimamönnum á bragðið rétt fyrir hálfleik en Kaj Leo í Bartalsstovu jafnaði metin fyrir Eyjamenn á 48. mínútu með skoti af löngu færi. Sveinn Aron var síðan aftur á ferðinni fyrir Blika á 62. mínútu er hann setti boltann fram hjá Derby af stuttu færi. Undir lok leiks fengu Eyjamenn síðan á sig tvo mörk með stuttu millibili og niðurstaðan því þriggja marka tap.