Beddi og Dúlla gáfu ÍBV tíu milljónir

29.04.2018
Knatt­spyrnu- og hand­knatt­leikslið ÍBV fengu tíu milljónir að gjöf í gærkvöldi þegar Berg­vin Odds­son og María Friðriks­dótt­ir af­hentu þeim 10 millj­ón­ir króna.   Beddi og Dúlla eins og flestir þekkja þau héldu uppá sam­an­lagt 150 ára af­mæli sitt og þar var til­kynnt um gjöfina. Hand­knatt­leiks­deild karla, hand­knatt­leiks­deild kvenna, knatt­spyrnu­deild karla og knatt­spyrnu­deild kvenna fá 2,5 millj­ón­ir að gjöf hver, eða sam­an­lagt 10 millj­ón­ir.