Eyjakonur steinlágu fyrir Þór/KA

29.04.2018
Þór/KA er meistari meistaranna eftir 3:0 sigur á ÍBV en leikið var fyrir norðan í dag.   Sandra Mayor gerði fyrsta markið eftir um hálftíma leik en Margrét Árnadóttir bætti síðan við tveimur mörkum með tíu mínútna millibili í síðari hálfleik.