Eyjamenn áfram eftir spennandi lokamínútur

01.05.2018
 Karlalið ÍBV í knattspyrnu tók á móti 3. deildarliði Einherja í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í dag þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi, lokastaða 4:2.   ÍBV var betri aðilinn í leiknum og komst í 3:0 með tveimur mörkum frá Shahab Zahedi og einu frá Atla Arnarsyni. Á lokamínútu leiksins skorðu gestirnir frá Vopnafirði hins vegar tvö mörk og staðan skyndilega 3:2. Eyjamenn náðu hins vegar að svara fyrir sig í uppbótartíma en þar var að verki Ágúst Leó Björnsson.