Eyjamenn komnir í úrslit

05.05.2018
 Eyjamenn eru komnir í úrslit Íslandsmótsins eftir tveggja marka sigur á Haukum í kvöld, lokastaða 27:25. ÍBV vinnur einvígið 3:0 og mætir annað hvort FH eða Selfossi í úrslitum.   Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en það voru heimamenn sem leiddu með einu marki þegar flautað var til hálfleiks, staðan 12:11.   Liðsmenn ÍBV mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu strax undirtökunum. Haukarnir gáfust samt sem áður ekki upp þrátt fyrir að hafa verið fjórum mörkum mörkum undir og jöfnuðu leikinn þegar fimm mínútur voru eftir. Eyjamenn settu þá í næsta gír og kláruðu leikinn nokkuð örugglega.   Agnar Smári Jónsson var markahæstur í liði ÍBV með sex mörk. Aron Rafn Eðvarðsson átti enn og aftur stórleik í markinu og varði 18 skot.   Myndir - Óskar Pétur Friðriksson