Jafntefli niðurstaðan í leik ÍBV og Fjölnis

06.05.2018
 ÍBV og Fjölnir skildu jöfn þegar liðin mættust á Hásteinsvelli fyrr í dag, lokastaða 1:1.   Það voru gestirnir úr Grafarvogi sem skoruðu fyrsta mark leiksins þegar stundarfjórðungur lifði en þar var að verki Valmir Berisha. Tíu mínútum síðar jafnaði Ágúst Leó Björnsson metin fyrir Eyjamenn eftir að hafa komið inn á sem varamaður.   Myndir - Óskar Pétur Friðriksson