Landsbankinn og ÍBV endurnýja samstarfssamning

08.05.2018
Landsbankinn og ÍBV hafa endurnýjað samstarfssamning sinn til tveggja ára og gildir hann út árið 2020. Það voru þeir Jón Óskar Þórhallsson, útibússtjóri Landsbankans í Vestmannaeyjum og Unnar Hólm Ólafsson, formaður ÍBV-Íþróttafélags sem skrifuðu undir samninginn.   „Landsbankinn vill styðja við öflugt íþróttastarf ÍBV-Íþróttafélags, sem endurspeglast í þeim eftirtektarverða árangri sem félagið hefur náð á undanförnum árum bæði í knattspyrnu og handknattleik,“ segir Jón Óskar.   „Stuðningur sem þessi skiptir félagið miklu máli og hjálpar okkur að halda áfram að ná þeim árangri sem félagið stefnir alltaf á,“ segir Unnar Hólm.