Eyjamenn komnir yfir í úrslitaeinvíginu

12.05.2018
ÍBV tók á móti FH í dag í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins. Eyjamenn sigruðu leikinn með sex marka mun og er því komnir 1:0 yfir í einvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn.   Leikurinn var allan tímann jafn og voru það gestirnir frá Hafnafirði sem leiddu með einu marki í hálfleik, staðan 11:12.   Liðsmenn ÍBV mættu öflugir til leiks í síðari hálfleiknum og voru búnir að taka forystuna áður en langt var um liðið. FH-ingarnir voru þá aldrei langt undan og var það ekki fyrr en undir lok leiks sem það fór meira að skilja milli liðanna.   Róbert Aron Hostert var markahæstur í liði ÍBV með sjö mörk. Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan dag í markinu og varði 20 skot, tvöfalt fleiri en Ágúst Elí Björgvinsson í marki FH. Ann­ar leik­ur liðanna í einvíginu  fer fram í Kaplakrika á þriðju­dag­inn kl. 19:30.   Myndir - Óskar Pétur Friðriksson