Tap gegn Þór/KA

13.05.2018
 ÍBV tapaði fyrir Þór/KA á Hásteinsvelli í dag í Pepsi-deild kvenna, lokastaða 1:2.   Sandra Mayor og Sandra María Jessen skoruðu sitt markið hvor með stuttu millibili í fyrri hálfleik og var staðan 0:2 þegar flautað var til hálfleiks.   Á 83. mínútu minnkaði Kristín Erna Sigurlásdóttir muninn en nær komust Eyjakonur ekki.   Að loknum tveimur umferðum er ÍBV í þrjú stig en liðið sigraði FH í fyrstu umferð mótsins.   Myndir - Óskar Pétur Friðriksson