Aukaferð vegna leiks FH og ÍBV

14.05.2018
Aukaferð hefur verið sett á hjá Herjólfi vegna leiks ÍBV og FH sem fram fer á morgun, þriðjudaginn 15. maí í Hafnarfirði. Farið verður frá Vestmannaeyjum klukkan 23:00 og frá Landeyjahöfn á miðnætti (00:00, 16. maí). Mikilvægt að farþegar mæti tímanlega í Landeyjahöfn, mæting er 30 mínútum fyrir brottför, segir í tilkynningu frá Sæferðum.