Hlynur sigraði í þremur greinum

16.05.2018
Frjálsíþróttamaðurinn Hlynur Andrésson kom fyrstur í mark í 10 km, 5 km og 3 km hindrunarhlaupi á sínu síðasta Mið-Ameríku svæðismeistaramóti sem fram fór í síðustu viku. Hlynur, sem keppir fyrir Eastern Michigan háskólann, tryggði þar með skólanum sigur í liðakeppni og var sömuleiðis valinn verðmætasti keppandinn.