ÍBV bætir við sig sóknarmanni frá Wales
16.05.2018Karlalið ÍBV í knattspyrnu nældi sér í hinn 28 ára gamla sóknarmann Jonathan Franks áður en félagsskiptaglugganum lokaði á miðnætti í gær en frá þessu greinir fótbolti.net.
Franks er Walesverji en hann ólst upp hjá Middlesbrough og lék einn leik með liðinu þegar það féll úr ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2008/2009. Hann kom þá inn á sem varamaður í leik gegn West Ham.
Tímabilið eftir skoraði Jonathan þrjú mörk í 21 leik í Championship deildinni með Middlesbrough.
Tímabilið 2011/2012 spilaði Jonathan í C-deildinni með Yeovil og síðan í C og D-deild með Hartlepool.
Franks spilaði með Ross County í skosku úrvalsdeildinni frá 2015 til 2017 en í vetur lék hann með Hartlepool United og Wrexham í ensku utandeildinni.