Eyjakonur sigruðu KR með tveimur mörkum gegn engu

19.05.2018
 ÍBV tók á móti KR í Pepsi-deild kvenna í dag, lokastaða 2:0 ÍBV í vil.   Cloé Lacasse kom ÍBV yfir á 67. mínútu leiksins eftir sendingu frá Clöru Sigurðardóttur. Clara var síðan aftur á ferðinni tíu mínútum fyrir leikslok þegar hún tvöfaldaði forystu Eyjakvenna. Verðskuldaður sigur ÍBV sem hefur nú sex stig að loknum þremur umferðum.