Pepsi-deild karla: Markalaust jafntefli niðurstaðan í leik ÍBV og FH
21.05.2018 ÍBV tók á móti FH í 5. umferð Pepsi-deildar karla fyrr í dag þar sem niðurstaðan var markalaust jafntefli. Ekki var mikið um opin færi í leiknum en heilt yfir voru FH-ingarnir meira með boltann. Markmaðurinn Halldór Páll Geirsson fékk tækifæri í byrjunarliði ÍBV í dag á kostnað Derby Carillo en sá síðarnefndi gerði sig sekan um slæm mistök í síðasta leik sem endaði með marki. Eyjamenn eru með tvö stig eftir fimm leiki.