Kolbeinn snýr aftur

25.05.2018
Markmaðurinn Kolbeinn Aron Arnarsson mun snúa aftur í ÍBV eftir eins árs fjarveru en hann var á mála hjá Aftureldingu á síðasta tímabili.   Hægri skyttan Kristján Örn Kristjánsson hefur sömuleiðis skrifað undir samning við ÍBV eins og greint var frá í síðasta tölublaði Eyjafrétta en Kristján Örn, eða Donni eins og hann er kallaður, kemur frá Fjölni. Donni var lykil leikmaður í liði Fjölnis í vetur og skoraði 154 mörk í 22 leikjum eða 7 mörk að meðaltali í leik.