Pepsi-deild kvenna: Eyjakonur höfðu ekki erindi sem erfðiði í Kópavoginum

25.05.2018
 ÍBV og Breiðablik mættust í Pepsi-deild kvenna á Kópavogsvelli í gær, lokastaða 1:0 heimakonum í vil.   Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu en bæði lið fengu tækifæri til að skora í leiknum   Að fjórum umferðum loknum er Breiðablik með fullt hús stiga á toppnum en ÍBV er með sex stig í fjórða sæti.