Ester valin best á lokahófi HSÍ

26.05.2018
 Í gær fór fram lokahóf HSÍ en þar var Ester Óskarsdóttir, leikmaður ÍBV, kosin besti leikmaður Íslandsmótsins í kvennaflokki og Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson í karlaflokki.   Ester fékk sömuleiðis Sigríðar-bikarinn sem mikilvægasti leikmaður Olís-deildar kvenna en í karlaflokki var það Eyjamaðurinn Theodór Sigurbjörnsson sem hlaut Valdimars-bikarinn sem mikilvægasti leikmaður Olís-deildar karla.   Þess má geta að Arnar Pétursson, þjálfari karlaliðs ÍBV kom annar í vali á þjálfar ársins, á eftir Patreki Jóhannessyni, þjálfara Selfyssinga.   Sandra Erlingsdóttir var önnur í vali á efnilegasta leikmanni Olís-deildar kvenna og Elliði Snær Viðarsson þriðji í Olís-deild karla.