Pepsi-deild karla: Fyrsti sigur Eyjamanna kom gegn Keflavík í botnslag
27.05.2018 ÍBV lagði Keflavík að velli í 6. umferð Pepsi-deildar karla í dag, lokastaða 1:3.
Sindri Snær Magnússon kom ÍBV yfir með skalla eftir 17 mínútna leik. Í síðari hálfleik tvöfaldaði Sigurður Grétar Benónýsson forystuna fyrir Eyjamenn eftir slæm mistök markvarðar Keflvíkinga. Heimamenn náðu hins vegar að minnka muninn skömmu seinna en nær komust þeir ekki. Sindri Snær var síðan aftur á ferðinni undir lok leiks þegar hann skoraði sitt annað mark og þriðja mark Eyjamanna. Fyrsti sigur Eyjamanna staðreynd.