Gull, silfur og brons hjá Ægi

28.05.2018
Nú um helgina voru 3 keppendur frá okkur í Danmörku að keppa í Boccia.Árangurinn var vægast sagt geggjaður og koma þeir heim a morgun með Gull, silfur og brons. Á morgun þriðjudaginn 29.mai eru þeir væntanlegir heim með Herjolfi um 13:15 c.a. og ætlum við að sjálfsögðu að mæta niður á bryggju og taka á móti þessum miklu sigurvegurum! Hvetjum endilega alla sem áhuga hafa að koma og klappa með okkur fyrir þessum frábæra árangri.