Hákon Daði genginn til liðs við ÍBV
30.05.2018 Hornamaðurinn knái Hákon Daði Styrmisson er genginn til liðs við ÍBV á nýjan leik en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í kvöld.
Hákon Daði, sem er fluttur heim til Eyja, rifti samningi sínum við Hauka fyrr í vikunni en hann hefur verið á mála hjá félaginu sl. tvö ár. Ljóst er að Hákon Daði mun styrkja lið ÍBV svo um munar en hann var t.a.m. markahæsti leikmaður Hauka á nýafstöðnu tímabili með 137 mörk í 22 leikjum.