Mjólkurbikar kvenna: Eyjakonur mæta Fylki í 8-liða úrslitum

03.06.2018
Kvennalið ÍBV lagði Keflavík að velli í 16-liða úrslitum Mjókurbikarsins í gær, lokatölur 2:3. Með sigrinum tryggðu ríkjandi bikarmeistarar ÍBV sér farseðilinn í 8-liða úrslit en þar mætir liðið Fylki 29. júní.   ÍBV var 0:3 yfir í hálfleik en mörkin gerðu þær Shameeka Fishley, Díana Helga Guðjónsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir.   Keflavík byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og var staðan 2:3 eftir rúman klukkutíma leik. Þrátt fyrir fjörugar lokamínútur náðu heimakonur ekki að finna jöfnunarmarkið.