Pepsi-deild karla: Eyjamennirnir ungu gerðu gæfumuninn í sigri á KR

03.06.2018
 ÍBV og KR mættust á Hásteinsvelli í kvöld í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla, lokastaða 2:0 Eyjamönnum í vil.   Mörk ÍBV skoruðu þeir Felix Örn Friðriksson og Sigurður Arnar Magnússon með tveggja mínútna millibili eftur um tíu mínútna leik. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og fagna Eyjamenn því sínum öðrum sigri í röð í Pepsi-deildinni.   Markaskorararnir tveir eru báðir uppaldir Eyjamenn fæddir árið 1999 en í byrjunarliði ÍBV dag voru fimm leikmenn uppaldir hjá félaginu og aðrir tveir á bekknum.