Fannar Þór til ÍBV
07.06.2018 Leikstjórnandinn Fannar Þór Friðgeirsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Mbl.is greindi frá.
Fannar Þór hefur undanfarin átta ár leikið með félagsliðum í þýsku 1. og 2. deildunum. Síðustu tvö árin hjá ASV Hamm en þar á undan hjá Eintracht Hagen, Grosswallstadt, Wetzlar og Emsdetten.
Fannar Þór á að baki 11 A-landsleiki.