Kristinn ráðinn þjálfari með Erlingi
07.06.2018Kristinn Guðmundsson snýr aftur í þjálfun hjá ÍBV en rúmlega 10 ár eru síðan hann þjálfaði síðast hjá félaginu. Enn á ný liggja leiðir Kristins og Erlings saman en þeir þjálfuðu saman hjá ÍBV hér áður og gerðu HK á að Íslandsmeisturum 2012. Síðustu ár hefur Kristinn þjálfað í Noregi. Samningur Kristins við ÍBV er til þriggja ára.