Níu kylfingar GV tóku þátt í mótum um síðustu helgi

10.06.2018
Um helgina tóku níu unglingar frá Golfklúbbi Vestmannaeyja þátt í mótum á Íslandsbankamótaröðinni og Áskorendamótaröðinni sem eru mót á vegum Golfsambands Íslands. Leikið var á Korpuvelli við fínar aðstæður og stóðu þátttakendur sig vel. Sumir voru að taka sín fyrstu skref á mótaröðinni en aðrir eru þaulvanir og voru í baráttu meðal bestu unglinga landsins. Af Íslandsbankamótaröðinni er það helst að frétta að Kristófer Tjörvi lék hringina þrjá á 12 höggum yfir pari og Lárus Garðar lék á 13 höggum yfir pari. Nökkvi Snær lék síðasta hring helgarinnar á 75 höggum sem er hans besti árangur á Íslandsbankamótaröðinni. Daníel Franz og Arnar Berg léku á Áskorendamótaröðinni og stóðu þeir sig mjög vel og lögðu vel inn á hinn margumtalaða reynslubanka en þeir eru að stíga sín fyrstu skref sem þátttakendur á mótaröðinni. Næsta mót unglinganna frá GV er helgina 22.-24. júní en þá fer fram Íslandsmótið í höggleik unglinga og leikið verður suður með sjó í Leirunni. Það verður gaman að fylgjast með þeim þar.