Pepsi-deild karla: Eins marks tap gegn Val
13.06.2018 ÍBV og Valur mættust í Pepsi-deild karla í dag en það voru gestirnir sem höfðu betur, lokastaða 0:1.
Það dró til tíðinda eftir hálftíma leik er Rasmus Christiansen, varnarmaður Vals og fyrrum leikmaður ÍBV, var borinn af velli eftir tæklingu Sigurðar Grétars Benónýssonar en sá danski er að öllum líkindum fótbrotinn.
Á 51. mínútu kom fyrsta og eina mark leiksins en þar var að verki Kristinn Freyr Sigurðsson. Fékk þá Kristinn sendingu frá Andra Adolpssyni og setti boltann á milli fóta Halldórs Páls Geirssonar í marki Eyjamanna.