Hlyni skrikaði fótur

14.06.2018
Frjálsíþróttamaðurinn Hlynur Andrésson varð að hætta keppni í 3000 m hindrunarhlaupi á Bandaríska háskólameistaramótinu (NCAA's) á dögunum. Á mótinu keppa topp 24 einstaklingar í Bandaríkjnum um bandaríska háskólameistaratitilinn í sérhverri grein. Eins og fyrr segir gat Hlynur ekki klárað hlaupið en hann lenti illa í einni vatnsgryfjunni. „3000 m hindrunarhlaup getur verið hættulegt af því þú þarft að hlaupa 3km og hoppa yfir 32 búkka og sjö sinnum yfir vatnsgryfju. Ég varð svo óheppinn að renna til í einni vatnsgryfjunni og lenti illa á hægri fætinum með þeim afleiðingum að ég varð fyrir meiðslum í hægri kálfanum og gat því ekki lokið keppni,“ segir Hlynur sem verður þó ekki lengi frá vegna meiðslanna.