Pepsi-deild karla: Eyjamenn fóru tómhentir heim úr Garðabænum

19.06.2018
 ÍBV og Stjarnan mættust í tíundu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Svo fór að heimamenn í Stjörnunni höfðu betur 2:1.   Shahab Zahedi kom ÍBV yfir á 17. mínútu en Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði leikinn eftir um 25 mínútna leik. Baldur Sigurðsson innsiglaði síðan sigurinn fyrir Stjörnuna á 84. mínútu leiksins.