Pepsi-deild kvenna: Stjarnan og ÍBV skildu jöfn

21.06.2018
 Stjarnan tók á móti ÍBV í Pepsi-deild kvenna í gær, lokastaða 2:2.   Lára Kristín Pedersen kom heimamönnum yfir eftir um 20 mínútna leik en tíu mínútum síðar jafnaði Shameeka Fishley metin fyrir ÍBV eftir undirbúning Cloé Lacasse. Shameeka var síðan aftur á ferðinni á 57. mínútu leiksins er hún kom Eyjamönnum yfir með góðu skoti. Tíu mínútum fyrir leikslok jafnaði varamaðurinn Telma Hjaltalín Þrastardóttir metin fyrir Stjörnuna, ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan 2:2 jafntefli.   Að sex umferðum loknum er ÍBV með sjö stig í fimmta sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Stjörnunni í sætinu fyrir ofan.