Pepsi-deild kvenna: Grindvíkingar sóttu stig í Eyjum

24.06.2018
ÍBV og Grindavík mættust á Hásteinsvelli í Pepsi-deild kvenna í dag. Lokatölur 1:1.   Það var fátt um fína drætti í rigningunni í Vestmannaeyjum í dag. Rio Hardy kom gestunum yfir á 25. mínútu leiksins og var það staðan þegar flautan gall í hálfleik. Á 50. mínútu leiksins jafnaði miðvörðurinn Caroline Van Slambrouck metin fyrir ÍBV með góðum skalla. Ekki voru fleiri mörk skoruð og niðurstaðan því 1:1 jafntefli í annars bragðdaufum leik.