Pepsi-deild karla: Langþráður sigur Eyjamanna

01.07.2018
 ÍBV tók á móti Grindavík í 11. umferð Pepsi-deildar karla í dag þar sem heimamenn höfðu betur 3:0.   Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fyrsta markið eftir rúman hálftíma leik en Íraninn Shahab Zahedi bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik.   Með sigrinum komst ÍBV upp úr fallsæti en mörg lið eiga leik til góða.